29.7.04

Jæja þá er þetta að skella á, lítur allt út fyrir að þetta verði blautasta helgi ársins. Dallurinn fer 12 á morgun og eins gott að gleyma EKKI regnfötunum heima eins og í fyrra ......

Hilmar til hamingju með daginn ..... ertu nokkuð orðinn feitur og grár ;D allavega gamall hehehhehe

24.7.04

Jæja þá er vinnuhelgin hafin, sem byrjaði hálf leiðinlega en eg var með vinnuleiða dauðans og svo var bara urrað á mig upp á hliði :´( en svona er lífið.

Fimmtudagurinn var hrein snilld en þá fór ég með Ingunni og Gústa á Fame en eftir það var haldið á Ara í ögri til að hitta Heiðdísi og Stefaníu sem er ávalt hressandi enda eru þær mjög hressir HR-ingar um eitt leytið var svo haldið á Hverfis en þar voru Bítlarnir að spila og þar hittum við krullna mína og eskio. Gott kvöld í alla staði en stóð kannski aðeins og lengi því mín þurfti að mæta í vinnu 5,30 :D

Það styttist óðum í þjóðhátíð, ég er hreinlega farin að iða jeeeeeee

21.7.04

Það er verið að grínast, frívakt nr 2 og það er AFTUR gott veður þetta hefur líklega aldrei gerst áður ég er samt ekkert að kvarta, nema það að eg held að það sé geitunga og býflugnabú í garðinu hjá mér og varla þorandi að vera þar fyrir þessum helv kvikindum.
 
Helgin var nú ekki blaut en hún byrjaði vel EÐA þannig, klemmdi mig heyftarlega á Duus á föstudaginn fór svo í Borg óttans með stelpunum á laugardaginn en nennti hreinlega ekki að drekka skemmti mér þó konunglega.

Jeeeeeeeeeeeeeee og aðeins 9 dagar þangað til lagt verður í hann til eyja !!!!!!!

15.7.04

Ég held að ég sé orðin klikk, mín tók sig tila og fór út að skokka kl.5 í MORGUN ...... hlýtur að vera óheilbrigt

Ég held að mín hafið verið boðið (bónorð)í gær svona óbeint .... karlmenn eru KLIKK.


Fór á Sólon með Ingunni, Sædísi og Gústa og svo í bío sem var hin besta skemmtun en við fórum á Spiderman 2.

11.7.04

Jæja ætli það sé ekki best að reyna að koma einhverju niður á blað.

Ég fór í innflutningspartý til eins sem ég er að vinna með á föstuaginn sem var ekki frásögufærandi, mín ákvað að drekka nokkra bjóra sem endaði í OF mörgum miðað við vinnudag 5.30 daginn eftir plús visky sem er hreinn og beinn ÓBJÓÐUR ..... annars var þetta gott kvöld í alla staði fyrir utan órlitla ölvun. Hitti súkkulaði strákana mína tvo sem var snilld í alla staði hafði einmitt ekki hitt annan þeirra lengi :D

Jæja best að fara að þjónusta turistana mína þeir eru svo skemmtilegir .....

1.7.04

Ég er hætt að blogga, allavega í bili. Held ég sé þunglynd ......