31.12.04

Það styttist í að nýtt ár gangi í garð þetta ár hefur nú verið heldur fljótt að líða, maður er bara hálfnaður með háskólanánmið. Sem þýðir aðeins EITT það styttist í fjörið eftir námið ;) Nýja árið mun þó byrja ágætlega við Bonnie erum að fara að kenna í Heiðarskóla 4 janúar og stefni ég á að kenna til um 24 en þá ætla ég að flytja til DK.

Loksins er ég að taka á skarið og gera eitthvað nýtt og eitthvað sem mig hefur lengi langað að gera og vona ég að þesi tími verði góður og að ég læri eitthvað af honum sen ég efast reydar ekkert um.

Allar heimsóknir vel þegnar og eru þær orðnar frekar marga nú þegar !!

24.12.04

Aðfangadagur byrjaði skemmtilega ...... SMS "ertu vöknuð" ...... jamm klukkan var 5,20 og ég og Beggi vorum á leiðinni í vinnuna ég veit ekki hvernig við létum dobbla okkur út í þá vitleysu þar sem það var skítakuldi eða um -10° og rok.

Allavega ...
Gleðilega hátíð öll sömul :* Vonandi eigið þið eftir að hafa það gott um hátíðirnar og munið að borða nógu mikið !!

17.12.04

Langþráð jólaFRÍ !!!

15.12.04

Þetta er allveg að vera búið sem betur fer enda hef ég ENGA orku í þetta lengur, vonandi samt 2 sólahringa. Ég var að koma úr bóklegu í björgun og skyndihjálp fer svo seinna í dag í verklegt á morgun er munnlegt og síðan en ekki síst er hreyfiþroski barna á föstudaginn, þá verður pakkað, þrifið og lagt af stað heim með það fast í höfðinu að ég þurfi ekki að fara á Vatnið aftur fyrr en eftir 9 mánuði :D
Stóra spurningin núna er bara, ætli maður eigi ekki bara eftir að missa af jólunum vegna þreytu. Held að maður eigi bara eftir að koma heim á föstudaginn og sofa endalaust.

8.12.04

Jæja fyrsta prófið búið og gekk það bara vel, reyndar eitt ef ekki bara leiðinlegasta próf sem ég hef farið í ENDALAUST að skrifa.


Lifðu á líðandi stund, ekki miss af lífinu. Nútíðin er það eina sem við eigum !!

4.12.04

Ég hef verið mjög löt að blogga síðastliðna daga en það er kannski bara vegna þess að síðan ég kom frá DK hef ég bara verið heima í Kef og haft það gott farið REGLULEGA á Duus og svona en þess á milli vorum við Bonnie að kenna skrímslum í RVK ...... vááááaa það er verið að grínast hvað börn geta verið leiðinleg úffff ég var að spá í að hætta þessu bara en litlu börnin okkar Bonnie í leikjaskólanum björguðu þessu allveg þau eru svo mikið ÆÐI en núna er leikjaskólinn búinn í bili og líkleg allveg hjá mér ...........

Jamm það er komið á hreint ég er að fara í skiptinám til DK ........vá hvað ég held að þetta verið gaman og góð reynsla.

Eitt að lokum, hafið þið heyrt um nærbuxnaPÖR ???