31.1.05

Mér fannst þetta áhugaverð yfirlýsing og mikið í hana spunnið svo hér er hún ......
-> Karlmenn eru eins og fjallið, þeir skynja ekkert nema jörðina undir fótum sér og trén í fjallshlíðinni. Konur eru eins og vatnið en það er uppspretta lífsins og lagar sig að umhverfinu.<-

Annars er lítið að frétta af mér hérna, fór að skoða skólann minn í dag sem virðist allur mjög gamaldags en voða kósí. Til að byrja með leit þetta allt vel út þar til í lokin en þá kom í ljós að ég þarf að mæta í skólann kl.8 sem þýðir á fætur ekki seinna en 6.15 SORGLEGT í ALLA staði.

28.1.05

Jæja þá er ég komin til DK, lítið búin að gera nema sofa :/ en allavega það er frekar kallt hérna og er Valli væntanlegur hingað í dag. ÆÆÆii hljómar eitthað illa en ég nenni ekki að laga það. Fékk mér nokkra bjóra með strákunum yfir tv-inu. Stefnir allt í einhverja bjóra í kvöld og svo er það djamm með Ara og vonandi Evu á morgun, það yrði fínt að fá stelpu með.

Það er farið að birta til, við Valli eigum víst að mæta í skólann á mánudaginn sem er meira en við höfum vitað hingað til !!
Þangað til venlig hilsen ....

20.1.05

Börn í hópum eða skrímsli eins og ég vill oft kalla þau, vááá hvað þetta tekur á en núna á ég aðeins eftir að kenna í 3 daga þar sem það er starfsdagur á þriðjudaginn og brottför til DK á miðvikudaginn. Já þetta er allt að bresta á, var það allavega þar til Valli fékk bréf í pósti í dag sem sagði honum að hann fengi ekki inngöngu í skólann þar sem umsóknin barst svo seint. Ekki góðar fréttir og auðvitað var hringt beint í Ann-Helen og henni sagt að redda þessu STRAX !!

Brottför eftir 5 daga og eg ekki byrjuð að pakka, er þó farin að hugsa hvaða skó ég á að skilja eftir á klakanum ;)

15.1.05

Hver kallar mig Frukku ??

Þá er þetta komið á hreynt, ég flýg til DK 26.jan kl.14,15. Þangað til verð ég á fullu að kenna þessum ágætiskrökkum eða allveg til hádegis 26.jan. Þetta þýðir samt að það er aðeins 1 og 1/2 vika eftir sem er mjög gott.

5.1.05

Jæja þá er æfingakennslan hafin, við horfðum á í gær en kenndum saman í dag á morgun ætlar Bonnie að kenna ein en ég er eð spá í að sofa bara út :D enginn kennsla hjá mer fyrr en á föstudag. Þetta er bara búið að vera ágætt en þetta hefst allt fyrir alvöru í næstu viku því þá opnar íþróttahúsið og förum við þá að kenna bæði sund og leikfimi.

ca 3 vikur í brottför !!