27.8.04

Jæja þá er þetta að skella á, LHR eftir 5 tíma ..... vona að það verði gaman þrátt fyrir örlítin söknuð. Heimferð áætluð á mán er það er aldrei að vita hvað gerist þar sem leiðin liggur með Express .... síðan er það bara skólinn á miðvikudaginn.

25.8.04

ÓTRÚLEGT sumarið er BÚIÐ .... næstum því allavega, ég er ekki allveg tilbúin í það, helgarferð til London og svo bara skóli ....


Beggi til hamingju með daginn :*

21.8.04

Skondið samtal í talstöðinni í vinnunni .....

Kallað var úr load control "á ekki að fara að taka kranabílinn frá vélinni"
svarað "HA hvaða kranabíl, það er enginn kranabíll við vélina en það er hins vegar stigabíll" .... aftur var svo kallað "á ekkert að fara að bakka vélinni út" dööö... enn var svarað " það er enginn bakkgír á vélinni en þegar hún er tilbúinn verður henni ýtt út.

Þetta samtal bjargaði vinnudeginum mínum .... ég hélt að þetta fólk í LD ynni á flugvelli en svo virðist vera STÓR misskilingur, greinilega samansafn af vittleysingum og fáfróðu fólki ;)

20.8.04

Jæja er búin að vera að drukkna í vinnu en skellti mér þó á djammið eftir vinnu síðasliðinn laugardag en þá skelltum við okkur í Borg óttans og var djammað langt fram eftir, sumir urðu frekar ölvaðir þ.á.m Ingunn, Eyþór, Mallinn og Daði en hann þekktiu mig ekki einu sinni en það kom fyrir fleiri (HILMAR). Síðan ákvað mín að sofa aðeins í eingverja 3 tíma sem var ekki gott rokk en ég varð þó ekki þunn eins og sumir ..... hehehhehe

14.8.04

Það er verið að grínast í hitanum, það er næstum ólíft úti.

12.8.04

Jæja "Einar" var í þvílíku stuði í gær eða skinku eins og við viljum orða það. Fórum í sjoppu í gær og keyptum okkur að borða þá var okkur boðið þurkur ..... við vorum nu ekki allveg viss hvað strákurinn átti við en okkur vantaði jú rúðuþurku ....


Einhver FÝLA hefur skapast og er Mallanum líka þakkað fyrir góða helgi í Eyjum, takk fyrir gistinguna ;)

11.8.04

Jæja það er kominn tími til !!!

Sumir eru ENNÞÁ að jafna sig eftir eyjar, en þjóðhátíð var SNILLD í alla staði þótt hún hafi ekki byrja vel hjá öllum, Gubbólfur og slagveður fór ekki vel í alla ..... en það var geðveiki í sjóinn og blotnuðu sumir hverjir óþarflega mikið þegar þeir stóðu úti að reyna að losna við sjóveikina en mín varð sko ekki sjóveik :D

Þegar í land var komið tókum við okkur til í að tjalda og það tók ALLA mína þolinmæði en eftir 2 klukkutíma hafðist þetta með engan bjór við hendina þar sem hann var ennþá hjá Sigga. Eftir þetta tók við stanslaus drykkja föstudag, klárlega laugardag og svo sunnudag. Ég og Arnar "næstum því" frændi fórum á kostum. Á sunnudagsmorgun eldsnemma var mín vakin og beðin að koma til að ná í draslið sitt þar sem höllin okkar á hæðinni var fokin og á floti en við tjölduðum á hæðsta punktinum í dalnum GÁFULEGT, þaðan hélt leið okkar í íþróttahúsið og sváfum við þar í nokkra tíma en svo var okkur hent út ..... Guðný for heim en við hin dreifðum okkur hingað og þangað þar sem við stóðum 5 eftir með eitt kúlutjald.

Það fór ekki mikið fyrir hressleikanum á mánudaginn þegar ég kom úr gubbólfi og beint í vinnu þrátt fyrir blíðviðri en þreytan var heldur betur farin að gera vart við sig daginn eftir tók svo við 21 tíma vinnudagur sem var ekki til að bæta ástandið. Ennþá var ekki tími til að sofa því það tók við óvissuferð hjá vinnunni og mætti mín þar stundvíslega eins og draugur og hófs þar drykkjan á ný þrusu ferð og endaði mín blindfull of fór ég heim um 3.


Ómar takk fyrir helgina ;)