25.2.05

Þá er enn ein helgin af baki og ég búin að búa í Danaveldi í mánuð í dag, þetta líður svo hratt hérna .... hummm afhverju ætli það sé ???? Líklega EKKI af því að ég er ALLTAF full neinei.

Allavega síðusta föstudag kíkti ég aðeins í bæinn með Sigrúnu en hún er gömul bekkjarsystir mín úr grunskóla, AUVITAÐ hittum við strákana svo þ.e. Svenna, Hauk, Óla, Hauk, Geir sem er kynþokkafyllsti maður Íslands og Helenu. Jamm ég er ekki að gleyma neinum sambílismaðurinn minn var heima að læra, allavega að þykjast. Gott kvöld í alla staði og drykkjan í hæfilegu magni hjá mér þar sem ég byrjaði ekki að sötra fyrr en um ellefu sem er MJÖG seint ......
........... allvega næturstrætó var málið til að komast heim og eins og áður sagði var ég ein þar sem Sigrún býr í bænum, á leiðinni heim var ég eitthvað að pæla í hvort ég gæti sofnað í strætó bla bla bla .... jújú það var staðreyndin ég vaknaði þegar strætóbílstjórinn pikkaði í mig og þá var ég einhverstaða LENGST út í rassgat og klukkan orðin 5:15. Ég vissi EKKERT hvar ég var og það fyrsta sem ég sá var SMS “ertu nokkuð týnd” sem komið hafði fyrir hálftíma ...... endaði ég með að sp einhverja stelpu hvað þessi stöð héti þar sem það voru einhverjar lestar þarna sem ég kannaðsit ekkert við og nýttust mér því ekki og ég sá ekkert skylti enda ENNÞÁ hálf sofandi. Taxi staðreynd til að komast heim og sem betur var ég með nægan pening á mér og heimilisfanig í símanum mínum, Hún kann þetta stelpan.


Laugardagurinn leit út fyrir að verða bara tekinn í rólegheitunum þar sem sambílismaðurinn var stungin af til Berliar á tónleika með Snoop Dog og þar að leiðandi ekkert íslendingadjamm ...... en þar sem hann “fór til útlanda” varð ég líka að fara og var það ákveðið rétt um 22 að skella sér bara til Malmö og hitta Ólý. Var ég komin þangað um miðnætti en það tekur mig ca 50 mín með lestinni yfir til hennar SNIILLDDD !!!! Endaði kvöldið á mesta GAY bar ever. Þetta var rosaleg upplifun út af fyrir sig og bara ágætis staður, langt síðan ég hef dansað svona mikið.

P.S. það reyndi engin gella við mig sem er GOTT ROKK !!!!


Jæja svefnin kallar þar sem ég á flug til Oslo í fyrramálið, jepp gellur 5 af vatninu ætla að sameinast á ný, Bonnie og Aldís koma á laugardaginn svo þetta verður fjörug helgi.

24.2.05

Arrggggggggg danskt lyklabord svo eg nenni ekki ad blogga herna, geri thad thegar eg kem heim ur skolanum, eg for nebbla til Svithjodar sidustu helgi og er a leidinni til Oslo i fyrramali ..... thad er bara allt ag gerast i ferdalogunum hja stelpunni !!

18.2.05

Hérna kemur ENDALAUS færsla og ef einhver nennir að lesa hana þá mæli ég með að hann/hún byrji í miðri færslu eða helgina 4-5 og lesi svo 11-12 feb.....

Það mætti halda að það gerðist ekkert hjá mér nema um helgar en það er MIKILL misskilingur ......

Vá ég held að ég sé á hátindi drykkjuferils míns, og mun hann líklega endast allaveg þangað til að ég flyt aftur á klakann sem er ekki gott mál því bjór er svo fitandi. Allaveg nóg um hollustu í bili, ég meina maður lifir bara einu sinni svo því er um að gera að njóta þess.

Góð helgi í alla staði en sem betur fer ekki jafn blaut og sú fyrri kannski af því að ég er búin að vera frekar slöpp. Allaveg þá stóð helgin saman af innflutningspartýi hjá Svenna og G-Stone á föstudeginum þar sem mikið var drukkið og mikið um auka gesti þá er ég að tala um 2 köngulær svo kynntist stelpan X-box, já ég ákvað það þegar ég var sem fyllst að taka smá leik við Svenna sem endaði reyndar með spili í 1 og ½ tíma sem var reyndar bara gott rokk þar sem það rann aðeins af mér á meðan. Auðvitað var svo stefnan tekin á bæinn sem byrjaði með pizzu-áti síðan splittaðsti hópurinn eitthvað upp allavega endaði ég með Svenna og Daða á Beach en þar er neðri hæðinn með sandi í gólfinu voða frumlegt en til að gera þetta raunveruLEGRA kom þessi líka ógeðis padda labbandi á barborðinu sem ég jú sat við þetta ver ógeð og fyrir þá sem þekkja mig var ég ekki lengi að standa upp iðaði öll, stákarnir pikkuðu henni eitthvert í burtu það sem toppaði þetta svo allt var að á vegnum fyrir aftan barinn var járnsmiður eða einhver önnur ógeðis padda oj oj oj oj ég var búin að fá nóg enda klukkan rétt um 5 og fórum við heim. Áhugaverð lestarferð þar sem við ákvaðum að leggja okkur aðeins í lestinni ég vaknaði svo ákkurat þar sem við áttum að fara út en var sem ekki viss, pikkaði eitthvað í Daða en hann vaknaði ekki fyrr en lestin var rétt lögð af stað, jebb við misstum af stoppinu okkar og þá ekkert í stöðinni nema að taka lestina út á enda og svo til bara sem er ekki löng ferð en viti menn við sofnuðum aftur og fórum því bara út og tókum leigubíl heim.

Laugardagurinn var tekin rólega vel frameftir, sérstaklega eftir að ég ákvað að kíkja út um gluggan og sá að það hafði snjóað. Þetta stoppaði okkur þó ekki þótt það hafa stoppað helvítis strætóbílstjórana við vorum nebbla á leiðini í partý til Gaua og Hauks þar sem Haukur er að fara flytja til Íslands. Við biðum eftir strætó í klukkutíma áður en við gáfumst upp og snérum við heim, enduðum að þurfa að taka taxa og svo lest því sumir strætóarnir keyrðu ekki vegna færðar, EKKERT að færð. Komum seint og síðar meir í partýið og þá gatr músikssmekkskeppnin byrjað þar sem hver gestur hafði sent eitt danskt lag og eitt lag þar sem lagði verðu að byrja á sama staf og hljómsveitin eða flytjandinn þess má geta að ég TAPAÐI !!! en það er eiginlega allt Daða að kenna þar sem hann valdi danska lagið mitt og AUÐVITAÐ var hitt lagið Sódóma með Sálinni. Gott kvöld sem endaði seint í bænum og heimferð um 6 og auðvitað sofnuðum við aftur í lestinni sem var fínt í þetta skiptið því það var orðið svo mikið slabb úti að við hefðum ekki nennt að labba frá lestarstöðinni.
Pöddukonan kveður úr pöddulandi því það býr einmitt eitt stykki könguló með okkur !!

*************************

HELGIN 4-5 FEB
Allaveg síðustu helgi á föstudeginum áttum við vona á þeim Fritz og Kristjáni frá Álaborg, um þá hef ég heyrt margar skrítanar og óvenjulegar sögur og núna átti ég loksins að fá að hitta þá sem og að djamma með þeim. Kvöldið byrjaði á því að við fórum til Svenna en hann er nýfluttur niður í bæ með G-Stone, þar var borðuð Dominos pizza og AUÐVITAÐ spilað X-box, EKKI misskilja ég er EKKI orðin góð í X-box þar sem ég spila ekki, horfi bara á. Leiðin lá svo á lestarstöð að ná í strákana og þaðan svo í Jóns-hús, ekki vissi ég hvað var að gerast þar en allaveg þegar við komum þangað inn plasti við mér ca. 40 íslenskir strákar, JÁ 40 strákar og EKKI ein stelpa. Áfram var drukkinn bjór og þess má geta að við byrjuðum að sötra um sex leytið. Leiðin lá svo niður í bæ og fór stelpan þá á fysta klúbbinn sinn í DK. Haldið var heim á leið rétt fyrir 4 þar sem strákarnir voru að fara að keppa á tuðrusparksmóti um 10 leytið.

Laugardagurinn var tekin létt hjá mér til að verða 5 en þá hófst drykkjan aftur og stefnan núna tekin í Færeyjingapartý. Aðaldjókið á leiðin þangað var “hvar á beljan mín að standa”. Héldum við eitt partý á leiðinni, en það átti sér stað í einu strætóskýlinu en þar fórum við út og ætluðum að hitta Svenna, EN viti menn Dadi lét okkur fara út stoppustöð of snemma svo þarna biðum við í 20 eftir næsta strætó að DREPAST úr kulda, loksins fundum við svo Svenna og Herstein og komumst inn í hlýjuna. Bjórinn þarna kostaði 5kr eða undir 60kr íslenskar sem er SNILLD !! Síðan var kíkt í bæðin og þá aðllega til að fá sér að éta því við enduðum á að rölta bara aðeins um og fórum svo heim um 5 leytið.

Núna haldið þið líklega að þetta sé búið en það er STÓR misskilingur, fengum okkur KFC um leið og við vöknuðum fórum svo niður í bæ að horfa á Chelse – Man City og AUÐVITAÐ var drukkin bjór, síðan var spilað smá X-box og Fritz holskeifla (nýtt orð sem hann fann upp á) og Stjáni kvaddir við hin þ.e. Svenni og Dadi fórum þá aftir á Sport-barinn að horfa á
Bcn-A mad. Þegar hingað er komið sögu er slatta af bjór búinn að vera drukkin og kvöldið rétt að byrja en klukkan þó um 23 því það var úrslitaleikur í Sper-bowl og horfðum við á hann á Collige-barnum okkar og heldum áfram að drekka bjór og EKKI gleyma að það er sunnudagur. Svefntími um 5 leytið sem var ekkert nema hressleiki.

Þið undrist kannski á þessari drykkju en þess má geta að ég er bara í skólanum 3 daga í viku eða þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga sem er gott rokk. Gerir það að verkum að ég get drukkið alla helgina sem og farið á þriðjudagsbarinn sem ég þó sleppti núna, var búin að fá allveg nóg eftir helgian.

Þangað til næst........ afvötnun

2.2.05

.... og við förum aftur í tímann
Á laugardaginn fór ég með strákunum (Svenna og Dada) niður í bæ um 5 leytið til að horfa á tuðruspark, ekki bara einn leik heldur tvo sem var reyndar allt í lagi það sem annað var Arsenal leikur en hitt MAN UTD leikur. Auðvitað voru drukknir nokkrir bjórar yfir leikjunum en eftir það lá leiðin í partý hjá Ellen þar sem nokkrir íslendingar voru saman komnir og tókum við eitt drykkjuleik með tequila þema í ojojojoj. Plan kvöldsins að hitta svo Ara og Evu í bænum en þar sem Freyjan var búin að drekka og lengi og of marga bjóra var hun flautuð úr leik rétt upp úr miðnætti áður en liðið fór í bæinn og fór heim. Ánægð með þess ákvörðun mína þar sem strákarnir stauluðust inn rétt fyrir átta um morguninn.

************ *************

Í gær var þriðjudagur sem þýðir aðeins eitt, ÞRIÐJUDAGSBARINN. Við byrjuðum að horfa á Alias og Numbers auðvitað með bjór í hendi, svo allt í einu urðu þessi líka rosa læti og við fórum inn í eldhús þar var allt liðið á ganginum mætt að drekka bjór tilbúið að fara á barinn. Fórum á barinn rétt um miðnætti og það var hellingur af fólki og svaka stuð. Ég var í óðaönn að kynnast strákunum á ganginum en þess má geta að Svenni var fyrst flautaður úr leik síðan Barbapabbinn og fór ég síðust heim rétt um 2 enda þriðjudagur og ég ágætlega í því.