21.3.05

Ég er farin að halda að þetta sé eitthvað persónulegt, jepp ég fékk EKKI töskuna mína þegar ég kom heim til Íslands á fimmtudagskvöldið, ALLTAF degi og seint !!

En allavega það er FRÁBÆRT, ÆÐI allveg YNDISLEGT að vera komin heim. Ég er nú ekki búin að gera mikið, fór í saumó á föstudaginn sem var mjög gaman, hitti svo aðeins nokkra af Vatninu um kvöldið annars endaði djammi þegar Einar fullkomnaðist og djammaði þangað til hann labbaði heim.

Jájájájá AUÐVITAÐ er ég búin að fara í vinnuna líka sem og á Duus !!!

Myndir úr saumó koma inn þegar ég kem aftur til DK, annars eru nokkrar myndir af ´80 stílnum mínum á síðunni hjá Nnugna.

17.3.05

Jája ég er öll að koma til, fór að þriðjudagsbarinn með strákun sem var allt í lagi en ÍSLAND brottför eftir 2 og hálfan tíma !!!

Hlakka til að sjá ALLA !!!

Já enn og aftur síðasta helgi, það er rétt sem þið eruð að hugsa það gerist voða lítið hjá mér NEMA um helgar.

Mér var boðið í mat hjá Sigrúnu á föstudagskvöldið ásamt Sirrý sem var hið besta mál en auðvitað náði ég næstum því að klúðra þessu, gleymdi símanum heima og þegar ég fór út úr strætó rataði ég að blokkinni hennar en auðvitað vissi ég ekkert númer hvað hún átti heima og nafnið hennar ekki á bjöllunni, ákvað einn inngang og dinglaði ekki rétt en bjalla númer tvö sem ég reyndi var rétt sem ég tel bara nokkuð gott þar sem ég var í vandræðum með 3-4 innganga og ca 10 bjöllur á hverjum stað. Eftir yndislegn mat ákváðum við að fara í bíó á Hitch með Will Smith og vá myndin er SNILLLD í alla staði, man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið í bíó !!

Á laugadeginum ætlaði ég bara að taka því létt en tók svo stórt skref fram á við og ákvað að fara á barinn með strákunum á ganginum. Það var kannski ekki gáfulegt en maður verður víst að sína smá lit, kannski ekki og mikið eins og ég gerði líklega. Drukkum bjór svo keyptu strákarnir einhverskonar skot í KÖNNU með klökum í, þessu var svo bara hellt í lítið glös og þamba. Eins og flest önnunr skot fór þetta ekkert vel í magann minn en kvöldið hélt áfram, og mín var farin að dansa og það bara af sér fæturnar, með strákunum !!

12.3.05

Nýjar myndir komnar inn !!!

11.3.05

Lítið búið að gerast en það er kannski tvennt sem stendur upp úr:

Nr.1 Ég kem á klakann eða hitabeltiseyjuna miðað við Köben á fimmtudaginn 17.mars áætluð lending 22:40.

Nr.2 Ég er orðin ein hérna í Nærum, sambílismaðurinn minn er búinn að stinga mig af til Ghana :´( Þetta gæti orðið frekar einmannleg núna þar sem allir búa frekar langt í burtu en þá er það bara að vera duglega að fara fram í eldhús og spjalla við strákan á ganginum og kíkja á Thomas en hann er æði allveg frábær og býr hérna í herberginu ská á móti. Þess má einnig geta að hann er búinn að bjóða mér á gala-ball í skólanum sínum í byrjun maí, það kemur bara allt í ljós hvort stelpan nenni að dressa sig upp í KJÓL og kíkja með.

Síðata helgi var bara nokkuð róleg, við Daði hittum Svenna og Geir aðeins á föstudagskvöldið og fengum okkur fáa bjóra en þetta var einmitt síðasta kvöldið sem Dadi átti hérna svo þetta var einsskonar kveðjustund.

Á laugardeginum kíkti ég í sjóræningjapartý á collegigið til Sirrýar og Helenu en auðvitað var allt gengið mætt þar, ég ákvað samt að fara snemma heim þar sem minns var frekar þreyttur eftir andvökunótt og ferð á flugvöllin þann morgun. Auðvitað náði ég svo að sofna í strætó og endaði núna í helvíti þess má samt geta að í þetta skiptið stillti ég símann minn en klukkutíam of seint, ég er SNILLINGUR !!!


Markmið: að reyna að sofna ekki aftur í næturstrætó og að stilla síamnn rétt !!

3.3.05

Myndir frá Noregi komnar inn !!!

Jæja þá er þetta ferðalag mitt búið og gaman að segja frá því að núna er ég búin að heimsækja 2 ný lönd á EINNI viku. Ég fór til Noregs í heimsókn til Ingibjargar og Sonju sem var nú aðallega af því að Bonnie og Aldís voru að koma í heimsókn og allt of langt síðan gengið af Vatninu hittist.
Ég kom reyndar á föstudegi en þær ekki fyrr en á laugardegi sem var kannski ágætt þar sem umræður föstudagsins snérust meira og minna um skiptinám og hversu illa væri staðið af því, þvílík útrás.
Gengið fullkomnaðist svo á hádegi á laugardag og þvílík gleði en aumingja fólkið sem var nálagt okkur, þarna vorum við 5 komnar saman og hljómuðu við auðvitað eins og fuglabjarg. Bærinn var tekinn beint á þetta og athugað hvort ekki væri hægt að eiða einhverjum peningum, ótrúlegt en satt það var hægt og stóðu allar sig bara nokkuð vel nema kannski Aldís. Þess má samt geta að Noregur er MJÖG dýrt land t.d. fórum við á Mc Donalds og þar kostaði einn borgari um 700kr bara borgarinn. Tími til að fara heim og elda sem og að fara í sturtu og allir að gera sig sæta. Þetta hafðist allt með naumindum áður en Kári kom en hann ætlaði að vera eini karlmaðurinn að djamma með genginu.
Gott kvöld í alla staði þar sem laugarvatnsleikurinn var auðvita tekinn á þetta, held ég hafi bara verið farin að sakan hans. Síðan var bærinn málið rétt fyrir miðnætti og dönsuðu allir af sér fæturnar þetta kvöldið.
Sunnudagurinn var tekin rólega, ég Bonnie og Alís ákváðum að kíkja í bæinn og fara á kaffihús eða finna pub sem sýndi Liverpool – Chelse svo hinar gætu læra eitthvað. Enduðum á voða notalegu kaffihúsi þar sem við Bonnie fengum okkur kaffi og spurðum við hvort það væri ábót þar sem okkur fanns kaffið frekar dýrt miðað við litla bolla, jújú það var áfylling í boði. Þegar komið var að ábót tók ég á skarið með bollana, ógeðslega gellan hellti í fyrir mig en þess má geta að hún var með 5 óeðlileg göt í andlitinu þegar hún var búin að hella þá sagði hún 20 kr .... ég horfði bara á hana og hristi höfuðið en já ábótin kostaði 200kr íslenskar ÞVÍLÍKT hallæri. Eftir kaffihúsið hittum við Sonju og Ingibjörgu og fórum út að borða.

Góð helgi í alla staði, stelpur takk fyrir mig og gaman að hitta ykkur !!!