30.11.05

Það sem er kannski helst að frétta er að ég er líklega hætt við að fara í útskriftarferð :( ætlar með þó að útskrifast. Vonandi kemur þó eitthvað annað sniðugt hjá mér svo ég þurfi ekki að hanga of lengi í einu á klakanum .... þetta mun þó allt koma í ljós.

Lítið að frétta af mér annað en að ég er hálfdrukknuð, 3 vikna verkefnatörn loksins á enda eða 10 verkefni og kynnig á lokaverkefnum. Ekki getur maður þó farið að hafa það gott strax þar sem jólaprófin eru að byrja á þriðjudaginn ufff held að jólin fara í það að hvíla sig.

19.11.05

FULLT af myndum komnar inn hérna á linkinn upp til hægri !!!

3.11.05

Skemmtileg umræða kom upp hjá okkur vinkonunum um daginn þegar við vorum að hlusta á útvarpið en það var verið að tala um að stofna fjölskyldu og þar sem við erum frekar sammála um svona lagað sagði ég þá er bara best að fá sér hund .... og hún sagði eða bara fá sér plöntu ; ) herna vorum við báðar komnar með 3 manna fjölskyldu. Og ef við myndum fá okkur hund og plöntu værum við komin með kjarnafjolskyldu eða 4 manna !!!

Ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir að eignast börn eins og stendur.