30.9.04

Þá er maður víst orðin "fullorðin" hvað sem það nú þýðir, allavega er stelpan komin á þrítugsaldurinn. Já, ég varð 21 árs í dag. Þegar ég vaknaði varð ég reyndar strax fyrir vonbrigðum .... ég hefði ekkert stækkað, hélt ég yrði lágmark svona 180 ;)
Stelpurnar voru ýkt góðar við mig og bökuðu afmælisköku handa mér !!

29.9.04

Manni var bara hent úr í gær, ég er ekkert að ljúgja ég mátti ekki sofa í herberginu mínu í nótt. Sem betur fer á maður góða vini á Vatninu sem eru tilbúnir að hýsa mann ;) Svona er lífið þegar maður býr á heimavist þar sem 2 deila herbergi, kærastinn kemur í heimsókn og manni er bara sparkað út :´(

28.9.04

Skrítið hvað eitt lítið/stutt orð getur haft mikil áhrif á líf okkar, EN. Þetta orð getur breytt öllu, aðra stundina er maður mjög ánægður svo allt í einu heyrist EN og þá gjörbreytist allt og lífið er ömurlegt !!

27.9.04

Einhvertíman verður allt fyrst, ég átti að skila heimadæmum í dag, sem ég og gerði en þau voru ókláruð :( ég skildi ekki dæmin og sendi þau því ókláruð þetta hefur ALDREI gerst áður

23.9.04

Kaffihús í kvöld með skvísunum, jeeee hlakka til !!!

Jæja einn tími í verklegri björgun, í fötum og svo bara helgarfrí, ekki leiðinlegt það.

Við Bonnie erum að fara að vera með leikjaskóla barnanna sem HÍ sér um, byrjum núna á laugardagsmorgun en þá ætlum við að taka staðinn út sem og tækin. Krefjandi verkefni en það er eins gott að börnin öskri ekki né gráti mikið ...... allt í lagi Bonnie ætlaði að taka það að sér .....

22.9.04

Vá þetta var heljarinnar kvöld í gær !! Byrjaði þó ekki vel, tók "örlítið" kast og til að jafna mig á reiðinni var hressilega tekið á bjórnum sem endaði með of mikilli ölvun.

Karlakvöldið hófst snemma hjá strákunum þar sem busarnir voru rassskelltir í ískaldri sturtu og e-ð meira skemmtilegt. Þeir komu svo til baka rétt eftir miðnætti þar sem við stelpurnar tókum vel á móti þeim einhverjar á brjóstahöldurunum og þrír rassar í glugganum úúúuuuuuu. Þeir fengu svo skot úr nöflum og e-ð skemmtilegt. Mikið var um ölvun og datt einhverjum í hug að ganga bara inn í ókunn hús á Vatninuu um nóttina EKKI gáfulegt, fengum lítið að heyra það í morgun.
Til að losna endanlega við reiðina ákvað mín að taka Eyþór aðeins í gegn, hellti mér hreinlega yfir hann, greyið strákurinn, hann átti reyndar e-ð af þessu skilið sem og einhver misskilingu okkar á milli. Djammaði til að verða 5 lagðist upp í rúm og rotaðist !!

21.9.04

Það stefnir allt í djamm í kvöld, kallaferðin er hafin og eru eldri strákarnir byrjaðir að pína busana .... m.a. standa með buxurnar á hælunum já þið lásuð rétt með buxurnar á hælunum við e-n veg og míga upp í vindinn ;D
Við stelpurnar tökum svo vel á mótið þeim um miðnætti, ég er að spá í að skella í mig nokkrum !!

20.9.04

Vaknaði þreyttust í morgun, gæti verið sniðugt að fara fyrr að sofa ekki spjalla við strákana langt frameftir !! Mætti þó á réttum tíma í skólann annað en summir (Ingunn) !!

19.9.04

Hvað er málið, fékk símtal rétt fyrir 8 í morgun (HALLÓ það er sunnudagsmorgun) einhver mongólíti á Vatninu að reyna að vera fyndinn, þóttist vera frá Fréttablaðinu og vildi að ég tæki þátt í skoðunakönnun, hann hringdi úr GEMSA !!

18.9.04

Þá er þessari yndislegu viku lokið þar sem maður kom heim á miðvikudag fór svo aftur í skólann á föstudag og svo er helgarfrí núna.

Dominos er búið að opna hérna í KEF sem er hið besta mál, fékk mér í gær og VÁaaaaaaaa var búið að gleyma hvað þær eru góðar :D núna bíður maður bara spenntur þangað til að KFC opni og þá getur maður farið að verða þunnur ..... allavega að reynt það !!

15.9.04

Jeeeeee þá er stelpan komin heim í Keflavíkina, bara gott og stefnir allt í vinnu í fyrramálið sem er ennþá betra, ég er farin að sakna strákana minna ;)

14.9.04

Arrgggggggggggg harðsperrur dauðans, fór í mína fyrstu tíma í fimleikum og björgun í gær ........... váaaa líður eins og ég hafi verið lamin í klessu.

Stefnir allt í heimferð til KEF á morgun :D, það er frí í skólanum á fimmtudag og ekki mæting hjá stelpun fyrr en 10 á föstudag svo þetta er nánast helgarfrí, EKKI leiðinlegt það ....

13.9.04

Ohhhhhhhhh helgin búin og maður er AFTUR kominn á Vatnið, með þessu áframhaldi verða komin jól áður en ég næ að opna bækur ..... en ég mun þó vera góð í fimleikum ;) mín stóð sig með stakri príði í fyrsta tímanum sínum í dag.

Aftur að helginni á laugardaginn var innflutningspartý hjá Imbu og auðvitað mætti maður þangað með bjór, geimveruleikurinn var tekinn sem er hrein og tær snilld maður var eiginelga komin með harðsperrur í magann. Leiðin lá svo á Traffic og hitti maður fullt af fólki þar á meðal Óskar, en það var einmitt honum að kenna að sumir voru komnir vel í glas þegar á leið morgun. Þegar mín var svo tilbúin að fara heim og stelpurnar með eitthvað bögg ... tók mín sig til og labbaði bara heim.

10.9.04

Vika nr.2 búin, VÁ hvað þetta líður hratt. Þessi vika var reyndar extra fljót að líða þar sem ég fór í Borg óttans á mið og svaf yfir til fimmt. Fínt að kíkja á skvísurnar og á kaffihús, mig var farið að þyrsta í GOTT kaffi og kíktum við á Ara í ögri. Á fimmtudeginum var svo farið í morgunkaffi, síðan komu Bonnie og Sonja og fórum við í IKEA ásamt Aldísi að útretta e-ð sætt fyrir "STÓRU" herbergin okkar !! Kjartan slóst svo í hópinn og borðuðum við á stælnum áður en farið var aftur á Vatnið, tók því reyndar ekki fyrir 2*45min tíma í bóklegum fimmleikum á föst. Metnaðurinn er bara svo mikill að auðvitað mættum við og er mín núna mætt í KEF.

6.9.04

MSN = amma hans Davíðs, þessi gullmoli var í boði Nnugna !!!

Jæja þá er önnur vikan á Vatninu að hefjast og auðvitað er eitt djamm búið, það var strax á fimmtudeginum en þá var busavíxlan góða ;)Þrusu fjör og mikið um ölvun, sumir höfðu þó vit á að fara snemma inn í herbergi og sofna (eða bara EKKI sofna)..... Daginn efir komst í að því að ég hefði nú ekkert sofið mjög friðsamlega, Ómar ákvað víst að kíkja í heimsókn og öskraði ég víst bara á hann og sagði honum að hunskast út, man EKKERT eftir þessu.

Þegar maður kom heim var svo kíkt í vinnuna og svo var Ljósanótt á laugardaginn, annað djamm, partý hjá Stimes (Arnari/Sigga næstumþví frænda).


1.9.04

Það var mætin snemma í morgun á Vatnið eða um 7. Kom þessu litla drasli sem ég kom með fyrir og heilsaði upp á liðið, heilsan hefði reyndar getað verið betri er öll eitthvað aum og slöpp. Reynt var að hlusta að ræður æðri mann og síðan var bara komið að því að horfa og hlægja að 1.árs nemum þegar þau þreyttu síg í sundi, knattleikjum og langhlaup svo eitthvað sé nefnt. Það vottaðu meira að segja fyrir smá samúð.

Jæja nóg í bili, byrjað að skipuleggja busavíxluna sem er víst á morgun, hljómar eins og bjór, djamm og eintóm gleði !!!

Jæja þá er maður kominn heim aftur frá London eftir 4 daga veru þar, dvölin var ágæt og var eitthvað verslað. Ferðin var góð í alla staði og viti menn mín hitti bara Nonna (Jón Bergmann) og hann gisti meira að segja á sama hóteli og ég, VÁ hvað heimurinn er lítill.

Þetta voru góðu fréttirnar, þegar mín lenti heima var drifið sig heim svo ég gæti mætt til vinnu ...... neinei á leiðinni uppeftir mætti mín Breta sem datt í hug að keyra vinstra megin og AUDDA kökuklessti hann mig, skemmilagði bílinn hennar Sædísar sætu :(