29.5.05

Jæja þá er maður búinn að vera að steikjast hérna í 4 daga og AUÐVITAÐ er stelpan orðin veik, helvítis sumarflensa. Það yrði nú ekkert leiðinlegra en að vera veikur héna síðustu 3 dagana.Vona bara að þetta sé bara venjulegs flensa ekki eitthvað sem Afríkusambýlingurinn minn hefur smitað mig af.


Býst ekki við að blogga meira fyrr en til íslans kemur en heimakoma er áætluð um 21:00 á þriðjudaginn !!!

26.5.05

Jæja þá er allt að gerast skólinn er löng búinn ef skóla mætti kalla en í fyrramálið er sambýlismaðurinn minn að koma heim eftir of langa dvöl í Ghana og svo styttist óðum að ég komi bara heim til íslans ....... báðar áttir eru samt að toga í mig auðvitað hlakka ég til í að hitta vinkonurnar þegar ég kem heim og fara á Duus en ég á líka eftir að sakna strákann hérna úti !!

Nóg í bili enda þó nokkrir bjórar í maganum mínu en Liverpool menn til hamingju með meistaradeildina þó sérstaklega þú Svenni !!!

24.5.05

Þetta er allt að gerast, eftir nákvæmlega viku verð ég á Íslandi !!!

16.5.05

Nýjar djamm myndir komnar inn !!!

P.s ég drekk EKKI mikið ,,, hummm

13.5.05

Jeeeeeeeee við fáum að halda herberginu til 15.jún svo mér verður EKKI hent út á morgun :D

Vil ég þakka Jens og Svenna fyrir vel unnin stöf en þeir redduðu þessu fyrir okkur !!

Svo þið getið hætt að hafa áhyggur að ég verði róni á götum kaupmannahafnar.

11.5.05

Ég er lögð í einelti !!!

Fékk símhringingu í morgun og þá á að henda mér (Daða) út á föstudaginn, jamm ég fæ 72 tíma til að koma mér út.

Fer samt á morgun til að reyna að fá frest.

9.5.05

Meira djamm á laugardeiginum eftir árshátíðina náði ég í Gústa á flugvöllinn og um kvöldið var TDC hérna á ganginu en það virkar þannig að hvert herbergi er með einn drykk og svo er farið í öll herbergin og drukkið.
Kvöldið byrjaði að við borðuðum öll saman, ummm strákarnir eru SNILLDARR klokkar og var máltíðin 3 rétta og auðvitað var rauðvín með matnum. Síðan skutum við nokkrum appelsínum og sítrónum úr byssunni og drukkum bjór, að því loknu var byrjað að þræða herbergin og drekka eitthvað sterkt vín ... flestir drykkirnir voru nú frekar vondir en Thomas á vesta drykk í heimi man ekki hvað hann er kallaður en í honum var tómarsúpa og sterk chilli sósa og vodka held eg allavega hreinn og beinn óbjóður. Stelpan þraukaði öll herbergin og endaði í bælinu um 5 leytið. Frábært kvöld í alla staði og þrusu fjör.

Ennþá meira djamm, á þriðjudeginum var planið að fara í bæinn svo Gústi gæti nú verslað aðeins meira og svo Globe um kvöldið að horfa á meistaradeildina áður en farið væri á þriðjudagsbarinn en í staðin endaðum við hérna fyrir utan Collegið að drekka bjór allan daginn komumst svo loks á Globe og vorum við þá orðin full enda búin að drekka bjór síðan 14. Liverpool komst í úrslit og því ekki annað í stöðunni en að drífa sig heim á barinn og hitta strákana. Úff þegar þangað var komið var magin nú ekki allveg til í meiri bjór en strákarnir hérna taka nú ekki nei fyrir svar svo auðvitað var skellt í sig nokkrum.

8.5.05

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðast .... úff.... ekki misskilja þetta samt ég er EKKI komin á fast ;)

Allavega þetta hófst allt föstudaginn fyrir viku .... já þið hafið rétt fyrir ykkur ég er meira og minna búin að vera full síðan þá sem er “just so said” já aftur að þessum viðburðarríka föstudegi en þá var stelpan dregin á árshátíð DTU með dönunum á ganginum og auðvitað mætti stelpan í kjól. Rosa matur 3 rétt máltíð með endalaust af glösum og leirtaui sem og NÓG af rauðvíni, það voru 3 flöskur á hverja 4. Kvöldið byrjaði mjög vel svo kom að þessum blessaða damla danska dansi þar sem 4 pör dansa samna og gera eitthvað flókið, ég hélt ég myndi gera mig að algjöri fífli þegar við stóðum þarna öll í hring á dansgólfinu en stelpan stóð sig líka svona þrusu vel í fyrstu tilraun. Hitti flesta íslendingana eftir matinn en þau grilluðu hjá G-Stone og Svenna, mikill hressleiki þar og voru allir í sínu fínasta pússi .... eftir þetta fór kvöldið snögglega niður á við og verð ég edrú á ca 15mín þar sem töskunni minni var stolið með ALEIGNINNI minni þ.e símanum, myndavélinni, lyklunum af herberginu (barnum, eldhúsinu og þvottahúsinu) sem og ökuskírteininu mínu ....arggggggggggg EKKI gott !!! Því miður ekki mikið við þessu að gera þurfti bara að halda fast í danina svo ég kæmist heim þar sem ég átti ekki neinn pening og til opna herbergið mitt þurfti Jens að votta að ég byggi í þessu herbergi þar sem ég er EKKI skráð þar ..... þetta er ekki allveg búið þegar ég kom heim settist ég aðeins í eldhúsið ekkert voðalega sátt með lífið þá komu þessi líka rosa læti og rúðan í eldhúsinu brotnaði nokkrum mín seinna kom Thomas inn brosandi og hlægjandi ég gat ekki talð vantaði bara 0,01% að ég gengi hjartaáfall svo sló ég hann bara.
Þetta versnaði kannski aðeins þar sem Gúsi var að koma með flugi næsta morgun og ég með engna síma hvað þá vekjaraklukku. Ekki góð nótt framundan .....