28.10.04

Það mætti halda að ég væri forsetinn, þétt dagskrá alla helgina ef heilsan leyfir. Fer heim á morgun svo aftur í Borg óttans til að hitta Aðalinn minn en það verður líklega þrusufjör en við höfum ekki hist lengi og býst ég við að Fríða verði tekinn en það er eitt mesta snilldar lag sem ég veit um. Auðvitað ætlar stelpan að vera stillt enda ekki þekkt fyrir annað og því ekki að neyta áfengis enda mun leiðin liggja aftur í KEF eiginlega bara til að sofa því eins og síðasliðnu laugardagsmorgna er það leikjaskóli hjá okkur Bonnie. Hérna er helgin loksins byrjuð en munum við fara aftur heim og svo AFTUR í Borg óttans og þá út að borða með bekknum og svo í partý til Orra í Grafarholtið ef við rötum og AFTUR ætlar stelpan að vera stillt !!

26.10.04

Ég HATA hópverkefni og það eru ekki nema 3 í þessari kláraði reyndar 2 í dag svo er það fimleikaverkefni sem við stelpurnar ætlum að klára fyrir föstudag. Ég er svo mikill einfari stundum að ég vill ekki vera í hópverkefnum, vill bara vera ein og geta gert þetta þegar mér henntar !!
Við stelpurnar fórum á Selfoss í kvöld og fengum okkur að borða þar sem það endaði mer því að Reynir borgaði fyrir okkur allar. Kíktum svo aðeins á kaffihús en þetta var gert svo við Bonnie myndum lifa vikuna.

ÖFUGIDAGURINN

Það var vaknað í morgun og byrjað á því að fara í peysuna öfuga og svo beint í tíma en það var raddbeiting en þar sem ég er með kvef og röddin mín er rám ákvað ég að flyta ekki ræðu. Nenni ekki að standa í því að missa röddina núna !!

24.10.04

Helgin að verða búin, það var nú lítið gert kíkti reyndar í bíó á laugardagskvöldið á White Chicks vááá hún er BARA fyndinn ég fékk illt ímagann og alles !! Er að vinna núna til miðnættis og svo er það bara skólinn 5,45 í fyrramálið sem er skandall !! Ohhh held að ég sé að verða veik.

22.10.04

AAAARrrrrrrrrrrrrrggggggggggggg !!!

Þá eru það tveir tímar í kennslufræði svo er það bara helgarfrí, vá ég ég er búin að bíða lengi eftir því reyndar bara 5 daga en þeir hafa verið svo lengi að líða :(
Stefnir allt í rólega helgi ætli það verði ekki bara Duus og leikjaskóli, þarf reyndar eitthvað að vesenast með tölvuna mína held að hún sé eitthvað að gefa sig :( ef einhver er snillingur má hann gefa sig fram :D

21.10.04

Afhverju er lífið svona erfitt (stundum) ??

20.10.04

Þið eruð að grínast. Kallin í kennslufræðinni, þessi sem ruglaðist á dögum er allveg búinn að tapa sjálfum sér sem og bekknum. Ég er komin aftur upp í rúm en hann var er ekki mættur en hann á tíma til kl.10. Ef hann mætir ekki núna skuldar hann 10 tíma, allavega 9 og hálfan en ég ætla ekki að komast að því nuna beið svo lengi síðast !!

19.10.04

Vááaaaa ég er kominn með nóg að barnatali, vinkonuhópurinn hérna á Vatninu hefur ekki talað um annað í 2 vikur, svo var e-ð verið að ræða þetta í tímum, núna eru bara rifrildi um hvenær maður eigi að eignast börn og e-ð fleira tengt þessu!! Eins og þessar dúllur eru mikið æði þá er ég ekki allveg tilbúin í eitt stykki strax !!

18.10.04

Mér finnst að það ætti að vera útigöngubann, enginn mætti fara út vegna kulda og allir ættu bara að vera heima hjá sér undir sæng að kúra og horfa á tv !! Það er bara OF kallt úti.

14.10.04

Yndislegt kvöld í Borg óttans í gær þrátt fyrir tap okkar gegn Svíum. Morgunin var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir þar sem ég staulaðist á fætur um átta leytið í tíma en þar tók bið eftir kenanranum við,bið og enn meiri bið, fyrsti tíminn búinn og enginn kennari mættur langt var liðið á ANNAN tíma og enn biðum við veit ekki hvað það var (P.S hef ALDREI beðið svona lengi eftir kennara), eitthvað var þó farið að fækka í bekknum þá loksins kom The main man Kári og sagði okkur að kennarinn hefði ruglast á dögum og það yrði ekki tími sem þýddi frí í dag.

12.10.04

Jæja þá er síðasti dagur leynivinavikunnar runnin upp og ball framundan. Það verður gaman að sjá hver var með mann en ennþá skemmtilegra að labba upp að vini mínum ...... þetta kallar allt á bjór, krullur, stutt pils og túttu bol ;)

11.10.04

Jæja þá er það mánuður þangað til ég ætla að kíkja til DK, núna er ég samt ekki viss hvort ég eigi að fara. Mér líður e-ð svo skringilega þessa dagana, er ekkert viss um að ég hafi gott af því ........ vá hvað þetta er erfitt líf, stundum skil ég ekki þessa vanlíðam sem fylgir fólki í dag

8.10.04

Þá er það Duus :D

Jeeeeeeeee ég er komin í KEF. Stefnir reyndar í einhverja vinnuhelgi en síðasta laugardag byrjuðum við Bonnie með leikjaskóla sem stendur í 8 vikur og svo er eitthvað vesen í T-F og dobblaði "tengdó" mig að vinna allan daginn, fæ bara að skreppa í leikaskólann, ég elska vinnuna mína eins og flestir vita er samt ekki allvega að nenna að vinna allan daginn en ....... er samt farin að klakka til sunnudagsins :D

6.10.04

Jæja þá er skemmtilegasta vika skólans byrjuð, leynivinavikan byrjaði í gær en þá dróu þeir sem ætla að vera með nafn af hinu kyninu. Við eigum svo að vera góð við hvort annað í viku, gera e-ð fallegt fyrir vininn eða kaupa e-ð sætt. Á þriðjudaginn í næstu viku verður svo ball þar sem maður kynnir sig fyrir leynivininum. Þetta er yndislega vika :D

5.10.04

Helgin búin og maður er aftur komin á Vatnið. Á laugardaginn fór ég í húspartý hjá Ingunni og Sædísi, þetta var svona stelpukvöld því Ingibjörg kom sem og Heiða. Ég var nú ekki í stuði til að drekka en það entist ekki lengi því Riikka byrjaði að láta mig smakka vanilluvodka í kók, svo var það fullnæing, eplasnafs, tequila og hot and sweet. Vóoo núna var ég fullviss að ég væri búin að eigna mér ávísun á þynku daginn eftir :(

Síðan var haldið í bæinn, byrjuðum við á Celtic cross, þar var mikið dansað og sungið, rosa fjör .... þangað til að einhverjar tvær gellur vóru e-ð að ýta í okkur, svoleiðis fólk er bara pirrandi allavega þá fóru stelpurnar e-ð að tala við þær .... þá kom að því að sú minni tók sig bara til og réðst á mig, hún ætlaði að berja mig, ég hélt nú ekki. Þær fóru fljótlega en létu okkur nú vita að vinir þeirri myndu bíða fyrir utan og lemja okkur, pufff ........... næst var það Nelly´s og komumst við' þangað án þess að vera lamdar, stoppuðum ekki lengi en dönsuðum sem og hittum Drífu síðan var endað á Sólon.

Jeeeeeee enginn þynka daginn eftir :D